Smásagan Áfram Óli! hlaut fyrstu verðlaun í smásagnasamkeppni Samtaka móðurmálskennara 1997. Samnefnd bók með sögum úr keppninni kom út hjá Máli og menningu sama ár. Kristín Jónsdóttir gerði kennsluleiðbeiningar með bókinni og þar lýsir hún sögunni Áfram Óli! svona: „Sagan er um örlagaatburð sem hefur mikil áhrif á börn sem standa nærri, allt til fullorðinsára. Frásagnartæknin er grípandi, þannig að sagan höfðar til ólíkra aldurshópa á mismunandi vegu. Allir geta hrifist með.“ Söguhetjurnar Óli, Tarzan og Magga eru tíu ára en sagan hefur verið notuð í kennslu á mið- og unglingastigi.
Kennsluleiðbeiningarnar má nálgast hér https://www.forlagid.is/kennsluleidbeiningar/islenska/aframoli.pdf