Gulbrandur Snati og nammisjúku njósnararnir

Hvernig litist þér á að eyða sumarfríinu í eyðiþorpi – þar sem ekkert nammi finnst? Nei, takk! hefðu systkinin Gunnar og Gyða sagt einum rómi. Þau voru bara ekki spurð. Sem betur fer rekast þau á dularfullu skepnuna Gulbrand Snata og það var líka gott að þau tóku með sér talstöðvar. Þá geta þau njósnað um mömmu og geimverurnar. Svo birtist bréfið frá kafteini Kolskeggi …
Gulbrandur Snati og nammisjúku njósnararnir kom út árið 2017 og var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna. Bergrún Íris Sævarsdóttir gerði myndirnar. Útgefandi: Mál og menning.
Tjaldur Wilhelm Norðfjörð fjallaði um bókina í Krakkakiljunni: https://www.ruv.is/krakkaruv/spila/krakka-kiljan/28084/8bqhq1