Brennu-Njáls saga, seinni hluti: Njálssona saga og Kára

Hér er Njála endursögð á ný fyrir unglingastig en Menntamálastofnun gaf út 2015. Í þetta sinn er sögunni skipt í tvennt, annars vegar Hallgerðar sögu og Gunnars og hins vegar Njálssona sögu og Kára. Bækurnar eru í litlu handhægu broti og tilheyra flokki heimsbókmennta (RR-Real Reads) ásamt t.d. Rómeó og Júlíu, Drakúla og Baskerville hundinum.
Myndir gerði Halldór Baldursson.
Rafbók seinni hluta Njálu má nálgast hér: https://vefir.mms.is/flettibaekur/namsefni/Njalssaga_seinni_hluti/files/assets/common/downloads/publication.pdf