Gásagátan

Tveir ungir bræður úr Grímsey eru mættir til Gásakaupstaðar sumarið 1222 með dularfullan farangur, kassa sem hristist og skekst. Hvaða erindi eiga bræðurnir Kolsveinn og Kálfur og hvernig tengist það átökunum sem urðu í eyjunni fyrr um vorið? Gásagátan er spennusaga um skáldaða krakka en sögufrægar persónur eins og Guðmundur biskup góði og sagnaritarinn Snorri Sturluson koma þó við sögu.
Gásagátan kom fyrst út hjá Máli og meningu árið 2009 en sagan varð til í samstarfi við Gásakaupstað ses. og Minjasafnið á Akureyri með styrk frá Menningarráði Eyþings. Markmiðið var annars vegar að vekja athygli á sögu Gása, mesta verslunarstaðar Norðurlands á miðöldum, og hins vegar að auðvelda börnum að upplifa Íslandssöguna á spennandi og skemmtilegan hátt. Helgi Þórsson í Kristnesi gerði myndirnar.
Kennsluleiðbeiningar má nálgast hér en bókin hentar til kennslu á miðstigi https://www.minjasafnid.is/is/frettir/kennsluleidbeiningar-med-gasagatunni