Hérna – úr smásagnaritinu Áfram Óli!

Smásagan Hérna … er í smásagnaritinu Áfram Óli! sem nefnt er eftir sigursögu Brynhildar í smásagnasamkeppni Samtaka móðurmálskennara 1997. Kristín Jónsdóttir gerði kennsluleiðbeiningar með bókinni og þar lýsir hún sögunni Hérna … svona: „Stutt og smellin lýsing á unglingum, fjörugu ímyndunarafli og ævintýralegum draumórum. Sagan er eftir Brynhildi sem einnig samdi söguna Áfram Óli! Hér sýnir Brynhildur á sér nýja hlið en stílbrögðin eru grípandi sem fyrr.“
Kennsluleiðbeiningarnar má nálgast hér https://www.forlagid.is/kennsluleidbeiningar/islenska/aframoli.pdf