Blávatnsormurinn

Sуla og Ylur búa á leynilegasta stað landsins, Silfurbæ í Sólarfirði. Þar klifra þau í kristalsfjöllum, svamla í heitum sjó og háma í sig sæhesta-augu. Vinirnir upplifa eitthvað nýtt og skemmtilegt á hverjum degi en hér segir frá hættulegasta ævintýrinu sem þau hafa nokkurn tímann ratað í. Blávatnsormurinn er nefnilega ekkert lamb að leika sér við …
Myndirnar gerði Bergrún Íris Sævarsdóttir. Bókin kom út hjá Máli og menningu árið 2012.