Síðasta skíðaferðin

Draugasagan Síðasta skíðaferðin birtist í smásagnasafninu At og aðrar sögur en bókin kom út í tengslum við alþjóðlegu barnabókahátíðina Draugur úti í mýri sem haldin var í Norræna húsinu 2008. Bókin At og aðrar sögur inniheldur 16 spennandi draugasögur ætlaðar lesendum frá 9 ára aldri. Sögurnar voru valdar úr 106 innsendum sögum í smásagnasamkeppni Forlagsins og Mýrarinnar.