Laxdæla

Laxdæla var önnur í röð barnvænna endursagna Brynhildar á Íslendingasögnunum. Þessi auðlæsilega gerð Laxdæla sögu kom fyrst út árið 2004. Laxdæla er spennandi saga um ástir og átök og mikinn harm, þar sem fóstbræður berjast upp á líf og dauða. Helstu söguhetjur eru ástarþríhyrningurinn frægi Kjartan, Guðrún og Bolli.
Bókin er litrík og aðgengileg, prýdd glæsilegum myndum eftir Margréti E. Laxness og fjölda ljósmynda. Á hverri opnu eru fróðleiksmolar um sögusviðið og sögutímann. Útgefandi: Mál og menning.
Brynhildur hlaut Norrænu barnabókaverðlaunin 2007 fyrir endursagnir sínar þrjár á Íslendingasögunum. Íslendingasögur hennar, Njála, Egla og Laxdæla, gefa gott tækifæri til að kynna sagnaarfinn fyrir nemendum á grunnskólastigi. Brynhildur heldur úti vef í tengslum við bækurnar þar sem nánar er fjallað um sögutímann og ritunartímann www.islendingasogur.is. Þar er einnig að finna kennsluleiðbeiningar og margvísleg verkefni. Þróunarsjóður námsgagna styrkti gerð vefsins.