Eitthvað dularfullt er á seyði í hverfinu. Símar hverfa og finnast ekki aftur. Katla kemst á sporið og fær Hildi systur sína og Bensa vin hennar í lið með sér. Saman reyna þau að komast til botns í málinu. Rannsóknin leiðir þau á óvæntar slóðir en skyldi þeim takast að leysa gátuna?
Dularfulla símahvarfið kom út 2020 í Ljósaseríu Bókabeitunnar. Í seríunni eru auðlesnar bækur fyrir hressa krakka. Elín Elísabet Einarsdóttir gerði myndirnar.
Höfundur les kafla úr bókinni:
Dularfulla símahvarfið
