Egla var þriðja í röð barnvænna endursagna Brynhildar á Íslendingasögnunum. Þessi auðlæsilega gerð Egils sögu Skalla-Grímssonar kom fyrst út árið 2006. Egla segir frá vanstillta víkingnum Agli Skalla-Grímssyni sem stalst í partý þriggja ára, réðst á leikfélaga sex ára og bjargaði höfði sínu með kvæði eftir orrustu á Englandi. Bókin er litrík og aðgengileg, prýdd glæsilegum myndum eftir Margréti E. Laxness og fjölda ljósmynda. Á hverri opnu eru fróðleiksmolar um sögusviðið og sögutímann. Útgefandi: Mál og menning.
Brynhildur hlaut Norrænu barnabókaverðlaunin 2007 fyrir endursagnir sínar þrjár á Íslendingasögunum. Íslendingasögur hennar, Njála, Egla og Laxdæla, gefa gott tækifæri til að kynna sagnaarfinn fyrir nemendum á grunnskólastigi. Brynhildur heldur úti vef í tengslum við bækurnar þar sem nánar er fjallað um sögutímann og ritunartímann www.islendingasogur.is. Þar er einnig að finna kennsluleiðbeiningar og margvísleg verkefni. Þróunarsjóður námsgagna styrkti gerð vefsins.
Egla
