Lúsastríðið

Um miðjan febrúar, þegar langt er til páska og jólin löngu liðin, gera ellefu ára krakkar næstum hvað sem er til að fá frí í skólanum. Því er lúsin sem Benni ber með sér heim af KR-vellinum í ókunnri húfu afar kærkomin viðbót við 6. M.G. Með samstilltu átaki má á örskömmum tíma búa til heilan lúsaher og … Ja, Marteinn kennari sagði sjálfur að ef allur bekkurinn fengi lús yrði að fella niður kennslu. Þessi drepfyndna saga segir frá ótrúlegri viku í lífi þriggja vina sem fá nýstárlega hugmynd.
Lúsastríðið kom út árið 2002, útgefandi Mál og menning. Myndir gerði Anna Cynthia Leplar.