Fyrsti skólavetur Nonna og Selmu er á enda og sumarið blasir við. Það var fjör hjá þeim í fyrsta bekk en það verður enn meira fjör í fríinu. Þau ætla að gera allt sem stórir skólakrakkar taka sér fyrir hendur á sumrin: Byggja kofa og kassabíl, gera dálítið af prakkarastrikum og lenda í eins mörgum ævintýrum og þau mögulega geta.
Bókin kom út árið 2008 og er sjálfstætt framhald af Nonni og Selma: Fjör í fríinu. Mál og menning gaf út. Myndirnar gerði Þórey Mjallhvít Heiðardóttir Ómarsdóttir.