Fyrsta skóladaginn vakna Nonni og Selma á undan öllum öðrum með fiðrildahóp í maganum. Þau þekkjast ekki neitt – ekki ennþá – og vita þess vegna ekki hvað þau eiga mikið sameiginlegt og hvaða ótrúlegu ævintýrum þau eiga eftir að lenda í saman! Fyrsta haustið í skólanum verður viðburðaríkt, þau bjarga til dæmis stórstjörnu úr leikhúsinu upp úr drulluskítugum andapolli og komast í blöðin! Nonni og Selma: Fjör í fyrsta bekk er bráðskemmtileg bók fyrir alla sem hafa verið í fyrsta bekk – eða ætla einhvern tímann að fara í fyrsta bekk!
Bókin kom út hjá Máli og menningu árið 2007. Myndirnar gerði Þórey Mjallhvít Heiðardóttir Ómarsdóttir.