Brynhildur skrifaði Warriors of Honour fyrir Oxford University Press, en bókin tilheyrir útgáfuröðinni Oxford Reading Tree / TreeTops Greatest Stories sem gefin er út fyrir breska grunnskóla. Bókin er stíluð á 4. bekk í bresku skólakerfi eða 8–9 ára börn. Warriors of Honour inniheldur þrjár auðlæsilegar endursagnir úr Íslendingasögunum, sú fyrsta er um bræðurna Egil og Þórólf, önnur um Gunnar og Hallgerði og hin þriðja um ferð Ólafs Pá til Írlands. Patrick Miller myndskreytti. Bókin kom fyrst út 2016. Um útgáfuröðina segir forlagið: „TreeTops Greatest Stories offers children some of the worlds best-loved tales in a collection of timeless classics. Top children’s authors and talented illustrators work together to bring to life our literary heritage for a new generation, engaging and delighting children.“
Nánar má lesa um útgáfuna á vef Oxford University Press: https://global.oup.com/education/product/9780198418689/?region=international
Bókin er einnig fáanleg á Amazon.co.uk https://www.amazon.co.uk/Oxford-Reading-TreeTops-Greatest-Stories/dp/0198306040/ref=sr_1_1?dchild=1&keywords=warrirors+of+honour+brynhildur&qid=1617698619&sr=8-1-spell